Hvassar vindhviður á gosstöðvunum

Hvassar vindhviður mælast á gosstöðvunum í dag.
Hvassar vindhviður mælast á gosstöðvunum í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan á Suðurnesjum varar við slæmu veðri á gosstöðvunum þar sem vindhviður hafa mælst hátt í 41 m/s en vindur þar mælist nú 18 m/s, samkvæmt mælingum veðurstöðvar á Fagradalsfjalli.

Útlit er fyrir betra veður á morgun en þá er spáð 13 m/s og þriggja gráðu hita. Um helgina er einnig útlit fyrir sæmilegt veður, þar sem hitinn helst í þremur gráðum en vindur verður á bilinu 11 til 14 m/s.

Á mánudag fer vindurinn niður í 9 m/s og á þriðjudag 7 m/s og fjögurra gráðu hita en rigning í kortunum.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert