Lægð suðvestur í hafi nálgast

Vindaspáin fyrir klukkan þrjú í nótt.
Vindaspáin fyrir klukkan þrjú í nótt. Kort/Veðurstofa Íslands

Lægð suðvestur í hafi nálgast og það rignir frá henni í dag. Vindur fer vaxandi og það hvessir síðdegis.

Í kvöld fer lægðin norðaustur yfir land og í kjölfarið fylgir nokkuð hvöss vestan- og suðvestanátt. Á Vestfjörðum má búast við 3-18 m/s seint í kvöld, snjókomu á fjallvegum og versnandi akstursskilyrðum.

Í dag er vaxandi suðvestan- og vestanátt en í nótt snýst í norðvestanátt. Í fyrramálið gengur í norðvestan storm suðaustan- og austan til á landinu, en á morgun lægir smám saman og léttir til, fyrst um landið vestanvert.

Að sögn Marcel de Vries, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands, er enn verið að leggja mat á veðurviðvaranir fyrir helgina.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert