Fyrrverandi ráðherra dæmdur í átta ára fangelsi

Karl-Heinz Grasser er hann gekk út úr réttarsal í dag.
Karl-Heinz Grasser er hann gekk út úr réttarsal í dag. AFP

Dómstóll í Vínarborg sakfelldi í dag fyrrverandi fjármálaráðherra austurríska ríkisins í stærsta spillingarmáli sem átt hefur sér stað í landinu frá síðari heimsstyrjöld.

Ráðherrann, Karl-Heinz Grasser, var dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að misnota vald sitt .

Vitorðsmaður ráðherrans, sem var einnig svaramaður í brúðkaupi hans, játaði við réttarhöldin að hafa haft milligöngu um innherjaupplýsingar sem gerði einkafyrirtæki kleift að kaupa 60 þúsund íbúðir af ríkinu fyrir 961 milljón evra í útboði, aðeins einni milljón evra meira en sá sem bauð næsthæst.

Aðeins þremur árum síðar voru íbúðirnar metnar á tvöföldu því verði.

Grasser, sem ákvað sem ráðherra að bjóða íbúðirnar út og vissi upp á hvað hvert tilboð hljóðaði, fékk fyrir ómakið ásamt vitorðsmönnum 9,6 milljóna evra greiðslu frá fyrirtækinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert