Hættir eftir tímabilið

Bjarni Jóhannsson hefur stýrt liði Vestra frá árinu 2018.
Bjarni Jóhannsson hefur stýrt liði Vestra frá árinu 2018. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarni Jóhannsson, þjálfari Vestra, í 1. deild karla í knattspyrnu, Lengjudeildinni, verður ekki áfram með liðið að tímabilinu loknu en þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Bjarni, sem er einn reyndasti knattspyrnuþjálfari landsins með 35 ára feril að baki í meistaraflokksþjálfun, tók við þjálfun liðsins fyrir tímabilið 2018 og kom liðinu upp úr 2. deildinni síðasta sumar. 

Liðið siglir lygnan sjó í 1. deildinni en Vestri er með 29 stig í sjöunda sæti deildarinnar og öruggt með sæti sitt í deildinni á næstu leiktíð.

Bjarna verður sárt saknað fyrir vestan enda unnið mikið og gott starf fyrir klúbbinn,“ segir m.a í fréttatilkynningu Vestra.

Knattspyrnudeild Vestra þakkar Bjarna fyrir árin þrjú og óskum við honum velfarnaðar í þeim verkefnum sem hann tekur sér fyrir hendur,“ segir ennfremur í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert