Sá fyrsti til að koma út úr skápnum

Luke Prokop er fyrsti NHL-leikmaðurinn til að gefa það út …
Luke Prokop er fyrsti NHL-leikmaðurinn til að gefa það út opinberlega að hann sé samkynhneigður. Ljósmynd/Nashville Predators

Kanadíski íshokkímaðurinn Luke Prokop verður fyrsti leikmaður NHL-deildarinnar í íshokkí sem hefur gefið það út að hann sé samkynhneigður.

Prokop, sem er aðeins 18 ára gamall, var valinn af Nashville Predators í nýliðavali deildarinnar fyrir komandi tímabil. Hann staðfesti á samfélagsmiðlum sínum í dag að hann væri samkynhneigður.

„Ég er stoltur af að segja ykkur öllum frá því að ég sé samkynhneigður. Ég gæti ekki verið ánægðari með ákvörðunina um að koma út úr skápnum. Það hefur alltaf verið draumur minn að spila í NHL og með því að vera ég sjálfur get ég náð enn lengra.

Vonandi get ég hjálpað öðrum í svipaðri stöðu og sýnt að samkynhneigt fólk er velkomið í hokkíheiminum. Ég er spenntur að sjá framhaldið á þessu ævintýri, bæði í lífinu og í hokkíi,“ skrifaði hann m.a. á Twitter.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert