Annar Bandaríkjamaður fallinn í Úkraínu

Úkraínskir hermenn í Donbas-héraði í dag.
Úkraínskir hermenn í Donbas-héraði í dag. AFP

Bandaríska utanríkisráðuneytið staðfesti í dag að annar Bandaríkjamaður hefði verið drepinn meðan hann barðist með her Úkraínu. Maðurinn hét Stephen Zabielski og var 52 ára að aldri.

„Við ítrekum enn og aftur að Bandaríkjamenn ættu ekki að ferðast til Úkraínu vegna virkra vopnaðra átaka,“ sagði talsmaður utanríkisráðuneytisins. Hvatti hann bandaríska ríkisborgara í Úkraínu til af fara tafarlaust úr landinu.

Zabielski er annar Bandaríkjamaðurinn sem vitað er um að hafi fallið í baráttu fyrir Úkraínu frá því að Rússar réðust inn í landið í febrúar. Sá fyrsti var hinn 22 ára Willy Joseph Cancel, sem lést í apríl meðan hann barðist með her Úkraínu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert