Á verðlaunin ekki skilin

Bruno Fernandes hefur verið besti leikmaður Manchester United á tímabilinu.
Bruno Fernandes hefur verið besti leikmaður Manchester United á tímabilinu. AFP

Paul Scholes, fyrrverandi leikmaður enska knattspyrnufélagsins Manchester United, segir að Bruno Fernandes eigi ekki skilið að vera valinn leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni.

Fernandes hefur verið besti leikmaður United á tímabilinu en hann hann hefur skorað 15 mörk í 26 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. 

Þá hefur Portúgalinn lagt upp tíu mörk fyrir liðsfélaga sína í deildinni en United er með 50 stig í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar, 15 stigum minna en topplið Manchester City.

„United er allt annað lið með Fernandes innanborðs,“ sagði Scholes í samtali við Optus Sport.

„Hann skorar mörk, býr til færi fyrir liðsfélaga sína en hefur ekki náð að fylgja því eftir í stóru leikjunum.

Hjá félagi eins og United snýst allt um að vinna bikara og standa sig í stærstu leikjunum og hann þarf að gera betur.

Hann á klárlega að vera í umræðunni um besta leikmann deildarinnar, en hann á ekki skilið að vinna verðlaunin í ár.

City hefur verið langbesta lið deildarinnar og leikmaður City á að vinna verðlaunin,“ bætti Scholes við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert