Undanþágubeiðni KSÍ hafnað

Guðni Bergsson, formaður KSÍ.
Guðni Bergsson, formaður KSÍ. mbl.is/Kristinn Magnússon

Knattspyrnusamband Íslands óskaði á dögunum eftir því við stjórnvöld að lið í tveimur efstu deildum karla og kvenna fengju að æfa með bolta, en þeirri beiðni var hafnað.

Fótbolti.net greindi frá. Æfingabann hefur verið síðustu tvær vikur vegna útbreiðslu kórónuveirunnar, en núgildandi reglur gilda til 15. apríl.

Netmiðillinn greinir einnig frá því að Íslandsmótið fari af stað 1. maí, verði æfingar leyfðar á nýjan leik þegar núgildandi reglur falla úr gildi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert