Sport

Dagskráin í dag: Ítalski, spænski, körfubolti og margt fleira

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Keflvíkingar spila í fyrsta skipti eftir að hafa landað deildarmeistaratitlinum.
Keflvíkingar spila í fyrsta skipti eftir að hafa landað deildarmeistaratitlinum. Vísir/Hulda

Það er algjörlega pakkaður dagur á sportrásum okkar í dag og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.

Það eru fjórir leikir í ítalska boltanum á dagskrá í dag. Lazio mætir Genoa á klukkan 10:25, Cagliari heimsækir Napoli og Bologna tekur á móti Fiorentina klukkan 12:55. Udinese og Juventus eigast svo við klukkan 15:55.

Tveir leikir fara fram í spænska fótboltanum í dag þegar Real Valladolid mætir Real Betis klukkan 11:55 og Valencia fær Barcelona í heimsókn klukkan 18:55.

Breiðablik og KR eigast við í Pepsi Max deild karla klukkan 19:05. Upphitun fyrir leik hefst klukkan 18:45 og Pepsi Max stúkan fer í loftið að leik loknum.

Tindastóll fær deildarmeistara Keflavíkur í heimsókn í Domino's deildinni klukkan 20:05 og Domino's tilþrifin fylgja í kjölfarið á því.

Golf, NBA og spænski körfuboltinn verða einnig á sínum stað á sportásum okkar á morgun, en upplýsingar um allar beinar útsendingar dagsins, sem og næstu daga má nálgast hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×