Grikkir höfðu tapað tveimur leikjum sínum hingað til gegn Kanada og Spáni. Liðið var því með bakið upp við vegg og þurfti sárlega á sigri að halda gegn Ástralíu.
Fyrsti leikhluti var jafn en annan leikhluta eignuðu Grikkir sér algjörlega og fóru með 17 stiga forskot inn í hálfleikinn.
Það minnkaði aðeins eftir því sem leið á seinni hálfleik en sigurinn aldrei í hættu.
Giannis Antetokounmpo fór mikinn í leiknum, skoraði 20 stig, greip 7 fráköst, gaf 3 stoðsendingar og stal boltanum einu sinni.
Niðurstaðan þýðir að Grikkland er í 2. sæti A-riðils eins og er. Þeir þurfa að treysta á að Kanada vinni Spán á eftir til þess að fara áfram í 8-liða úrslit.