95 ára kona lést af völdum rafbyssu

Ástralskir lögregluþjónar að störfum í borginni Melbourne 13. maí.
Ástralskir lögregluþjónar að störfum í borginni Melbourne 13. maí. AFP/Martin Keep

95 ára kona sem var í síðustu viku skotin með rafbyssu af lögregluþjóni á hjúkrunarheimili er látin.

Clare Nowland var þungt haldin eftir atvikið. Lögreglan beitti rafbyssunni eftir að tilkynning barst um að Nowland væri á gangi með steikarhníf í hendi.

Að sögn lögreglunnar í Nýju Suður-Wales lést hún „umkringd fjölskyldu sinni og ástvinum”.

Lögregluþjóninn sem skaut hana með rafbyssunni hefur verið kærður fyrir líkamsrás og hefur verið leystur frá störfum á meðan rannsókn fer fram, að því er BBC greindi frá. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert