Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Þegar framtíðin hverfur má leita skjóls í eldamennsku

List­fræð­ing­ur­inn Mar­grét Elísa­bet Ólafs­dótt­ir brá sér í Nor­ræna hús­ið og rýndi í sýn­ingu lista­manna frá Úkraínu.

Þegar framtíðin hverfur má leita skjóls í eldamennsku
Myndlist

Ho did I get to the bomb shelter

Gefðu umsögn

Hvernig ég komst í sprengjubyrgið er titill sýningar á verkum eftir úkraínska listamenn sem nú stendur yfir í Hvelfingu, sýningarrými í kjallara Norræna hússins. Titilinn má túlka sem svar við spurningu sýningarstjórans Yuliiu Sapiga: „Hverjar voru leiðirnar að persónulegu skýli listamannana?“ þegar þeir stóðu frammi fyrir hörku og eyðileggingu stríðsins sem hófst með innrás Rússa í Úkraínu fyrir rúmu ári. Hvernig fara listamenn að því að halda áfram að vinna að list sinni og hvaða áhrif hefur stríðið haft á viðfangsefni verka þeirra? Hvaða viðbrögð við stríðinu birtast í verkunum og hvernig túlka listamennirnir átök sem fjallað er um daglega í fréttum?

Blóðregn

Fyrsta verkið sem blasir við sýningargestum er Ashes of War eftir Yaroslav Kostensko. Verkið er vídeóvörpun byggð á stafrænni grátóna brjóstmynd í líki mannveru sem virðist við það að tætast í sundur og verða hluti af brotunum sem fljúga allt í kringum hana. Verkið er í senn fígúratíft og abstrakt því brjóstmyndin er andlitslaus og hol, og yfirborð hennar þakið hrjúfri áferð líkustum rafsegulbylgjum. Verkið býr yfir áhrifamætti einfaldleika og síendurtekinnar spennu sem skapast þegar brjóstmyndin virðist við það að splundrast en fellur alltaf saman aftur í eina heild, föst í endurtekningu. Andspænis verki Kostenko er annað ekki síður áhrifamikið og fallegt verk, We no longer feel the future, eftir ljósmyndarann Olenu Subach. Verkið er marglaga innsetning í fleiri en einum skilningi, en Subach vinnur með opnun og lokun, samband fortíðar og nútíðar, hversdagslegrar fegurðar og hryllings í áferðarfallegum ljósmyndum sem krefja áhorfandann um ítarlega skoðun.  Verkið er baðað rauðum lit, frá kögurgardínum sem skilja ljósmyndirnar frá inngangi sýningarinnar, rauðum málningartaumum á veggjum, og rauða litnum sem þrengir sér inn í flöt ljósmyndanna og er í textahluta verksins tengdur við blóðregn.

Öðruvísi grípandi er verkið And who allowed you to live beautifully? eftir Sergiy Petlyuk. Hann vinnur með þyrpingu ljósaskilta sem hefur verið komið fyrir úti á gólfi í miðju sýningarrýminu. Skiltin standa skáhallt líkt og flugskeyti sem stingast ofan í jörðina og baða gólfið rauðri birtu. Eftir öllum skiltum rennur texti með ágengum titli verksins á úkraínsku. Innsetningin minnir óþægilega á það friðsamlega líf sem stríðið hefur raskar en setningin er sótt í ljósmynd af veggjakroti. Röskun á lífi hversdagsins er einnig viðfangsefni portrettljósmyndaraðar Maksym Finogeiev, Will a rainbow appear after the storm? af einstaklingum sem tilheyra samfélagi hinsegin fólks. Ljósmyndirnar ná ekki að öllu leyti að fanga viðkvæma stöðu þessa hóps en þær undirstrika sameiginlega mennsku sem stríðið ógnar að verði viðurkennd.  

Innst í miðju sýningarrýminu er lágstemmd innsetning með keramíkskúlptúrum eftir Kinder Album sem einkennist af togstreitu milli fegurðar og illsku. Titill verksins, Bones & Limbes eða bein og limir, er lýsandi fyrir allt að því „barnslega krúttleg“ keramíkverk af óbærilegum og alltumlykjandi hryllingi sem er undirstrikaður með hljóðmynd verksins.

Hundur og kartöflur

Tvö verkanna í miðhluta sýningarinnar náðu ekki fyllilega tökum á mér. Annars vegar var um að ræða röð af portrettljósmyndum  sem ég skildi ekki hvað voru að gera á sýningunni, en þeim fylgdu lýsingar á hremmingum íbúa Mariupol sem ekki var annað hægt en verða snortinn af þótt listrænt gildi verksins væri á reiki. Hitt verkið var myndbandsverkið „Juliette – Queen of Podil“ eftir Art Group SVITER. Þar kveður við annan tón en listamennirnir Lera Polyanskoa og Max Robotov nýta sér heimildamyndaformið til að ræða við íbúa hverfisins Podil í Kiyv um örlög tíkurinnar Juliette sem íbúarnir sáu í sameiningu um að fóðra áður en hún lét sig hverfa þegar loftvarnarflautur og flugskeyti röskuðu ró borgarinnar. Heimildamyndaformið er vandmeðfarið en í hluta myndarinnar reyna þau að sjá fyrir sér hvað hafi orðið um tíkina með því að setja sig í hennar spor. Verkið beinir athyglinni frá augljósum hryllingi með því að velta fyrir sér örlögum hundsins.

Ég hreifst meira af innsetningu í þremur hlutum eftir Mikhaylo Barbash, Potates FREE, sem er staðsett í innsta hluta sýningarrýmisins. Nálgun listamannsins á viðfangsefnið er á margan hátt ólík hinum verkunum að viðfangsefni og framsetningu. Listamaðurinn leitar í hversdaginn en innsetningin er þrískipt, og er fyrsti hlutinn skúlptúr, annar hlutinn myndband og sá þriðji röð af teikningum. Skúlptúrinn lítur út eins og steyptur veggbútur, eins konar tálmi eða hindrun, ofan á hvern er búið að leggja tvo stóra kartöflupoka. Teikningarnar hanga innrammaðar á einum veggnum og sýna af mikilli nákvæmni hinar ýmsu kartöflutegundir en um þær er fjallað nánar í myndbandinu sem hefur að geyma lykilinn að verkinu. Þar sjáum við Mikhaylo Barbash skræla kartöflur inni í litlu eldhúsi á meðan hann útskýrir sögu kartöflunnar, ræktunaraðferðir, næringargildi og mismunandi matreiðsluaðferðir. Hann talar um þýðingu kartöflunnar fyrir hann sjálfan og útskýrir hvers vegna veitingastaðir bjóða upp á djúpsteiktar kartöflur. Olían segir hann breytir efnasamsetningu kartöflunnar og rýrir næringargildi hennar en gerir hana einnig einstaklega hitaeiningaríka og gómsæta. Barbash ætlar einmitt að steikja flysjaðar kartöflurnar á þann hátt sem honum þykir best. Á meðan hann gleymir sér í þessari hversdagslegu athöfn sem eldamennskan er dvelur hann í sínu eigin huglæga „sprengjuskýli“, í skjóli frá hugsunum um hörmungar stríðsins.

Sýningarstjóranum Yuliiu Sapiga hefur tekist að setja saman margradda en heildstæða sýningu sem veitir áhugaverða innsýn í samtímalist í Úkraínu á sama tíma og hún dregur upp  áhrifamikla mynd af áhrifum stríðsins á listamenn og viðfangsefni verka þeirra.


Sýningarstjóri: Yuliia Sapiga
Staðsetning: Hvelfing, Norræna húsið, Sæmundargata 11, Reykjavík
Tímabil: 4. febrúar - 14. maí 2023
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
1
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.
Kaup Kviku á Ortus: Kjartan hagnaðist um nærri 200 milljónir sama ár
3
Fréttir

Kaup Kviku á Ort­us: Kjart­an hagn­að­ist um nærri 200 millj­ón­ir sama ár

Einn af þeim al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Kvika keypti hluta­bréf í breska veð­lána­fyr­ir­tæk­inu Ort­us af ár­ið 2022 var fé­lag í eigu fjár­fest­is­ins Kjart­ans Gunn­ars­son­ar, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hann og Ár­mann Þor­valds­son, þá­ver­andi að­stoð­ar­for­stjóri Kviku og nú­ver­andi for­stjóri, eru við­skipta­fé­lag­ar og áttu með­al ann­ars báð­ir hluta­bréf í Ort­us á sama tíma.
„Hætta á misferli“ – Alvarlegar athugasemdir KPMG við fjárreiður Blaðamannafélagsins
7
Fréttir

„Hætta á mis­ferli“ – Al­var­leg­ar at­huga­semd­ir KP­MG við fjár­reið­ur Blaða­manna­fé­lags­ins

Fyrr­ver­andi formað­ur og fram­kvæmda­stjóri Blaða­manna­fé­lags Ís­lands milli­færði end­ur­tek­ið á sig fyr­ir­fram­greidd laun sem hann end­ur­greiddi vaxta­laust allt að hálfu ári síð­ar, keypti tíu tölv­ur fyr­ir sig á níu ár­um og greiddi út styrki án sam­þykk­is stjórn­ar. KP­MG ger­ir at­huga­semd­ir við þetta í nýrri skýrslu sem unn­in var að beiðni stjórna BÍ. Hjálm­ar Jóns­son, sem sagt var upp hjá fé­lag­inu í árs­byrj­un, seg­ir þetta allt eiga sér eðli­leg­ar skýr­ing­ar.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Kostnaður við árshátíð fram úr skattfrelsi: „Ekki einhver trylltur glamúr“
9
Viðskipti

Kostn­að­ur við árs­há­tíð fram úr skatt­frelsi: „Ekki ein­hver tryllt­ur glamúr“

Kostn­að­ur á hvern starfs­mann við árs­há­tíð Lands­virkj­un­ar fór fram úr skatt­frjáls­um kostn­aði um 34 til 230 þús­und á mann, eft­ir því hvernig á það er lit­ið, og gæti starfs­fólk­ið því þurft að greiða skatt af þeim krón­um. Lands­virkj­un ætl­ar, að sögn upp­lýs­inga­full­trúa, að fara að lög­um og regl­um um skatt­skil en gef­ur ekki uppi hvernig upp­gjör­inu er hátt­að gagn­vart starfs­fólk­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Verðmætin okkar felast líka í að nýta náttúruna“
6
FólkForsetakosningar 2024

„Verð­mæt­in okk­ar fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una“

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hafa sömu vök­ulu augu sem hún hef­ur haft sem orku­mála­stjóri og nýta þau, og rödd sína, með sterk­ari hætti í embætti for­seta. Halla Hrund er með stórt nátt­úru­hjarta en verð­mæt­in fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una. „Fyr­ir mér felst þetta í jafn­vægi og virð­ingu í sam­skipt­um, við þurf­um ekki að deila svona mik­ið.“
Sakar nýjan matvælaráðherra um lygar
7
Fréttir

Sak­ar nýj­an mat­væla­ráð­herra um lyg­ar

Ólaf­ur Stephen­sen, Fram­kvæmda­stjóri Fé­lags at­vinnu­rek­anda, seg­ir að ný­skip­að­ur mat­væla­ráð­herra hafi sagt ósátt þeg­ar hún sagði að all­ir um­sagnar­að­il­ar hafi ver­ið kall­að­ir á fund at­vinnu­vega­nefnd­ar til að ræða frum­varp til breyt­ing­ar á bú­vöru­lög­um. Ólaf­ur seg­ir að Fé­lag at­vinnu­rek­anda hafi ekki feng­ið boð á fund áð­ur en um­deild­ar breyt­ing­ar á lög­un­um voru sam­þykkt­ar.
Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
9
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“
Það er búið að einkavæða hafið og færa örfáum á silfurfati
10
Allt af létta

Það er bú­ið að einka­væða haf­ið og færa ör­fá­um á silf­urfati

Kjart­an Páll Sveins­son, formað­ur Strand­veiði­fé­lags­ins, elsk­ar haf­ið út af líf­inu, eins og hann orð­ar það, og vill ekki að það sé tek­ið af hon­um eða öðr­um Ís­lend­ing­um. Hann seg­ir haf­ið hafa ver­ið tek­ið af þjóð­inni, einka­vætt og fært ör­fá­um á silf­urfati. Hann vill að strand­veiði fái stærri hluta úr pott­in­um og pott­ur­inn fyr­ir aðra en kvótakónga stækki.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
4
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu