Neyðarástand í menntamálum víða um heim

Menntun er torsóttari á tímum faraldursins.
Menntun er torsóttari á tímum faraldursins. Ljósmynd/UNICEF

UNICEF Íslandi hefur hafið sölu á hettupeysum fyrir börn og fullorðna til styrktar baráttu fyrir menntun og velferð barna vegna neyðarástands í menntamálum sem ríkir nú um allan heim vegna faraldursins.

„Þegar skólar þurftu að loka til að hefta útbreiðslu COVID-19 í vor hafði það áhrif á menntun 1,6 milljarða barna í 190 löndum.  Að minnsta kosti þriðjungur skólabarna gat ekki stundað fjarnám (í gegnum sjónvarp, útvarp, síma eða tölvu) þegar skólarnir þeirra lokuðu. Þetta eru um 463 milljónir barna. Verst er staða barna í Afríku sunnan Sahara, en þar hafði helmingur skólabarna engan aðgang að fjarkennslu,“ segir í fréttatilkynningu frá UNICEF.

Skólar hafa víða lokað vegna faraldursins.
Skólar hafa víða lokað vegna faraldursins. Ljósmynd/UNICEF

Því sé hætta á að menntun heillar kynslóðar sé í húfi ef ekki er brugðist við en menntun er öflugt vopn gegn fátækt og hungri og leggur því UNICEF nú megináherslu á að tryggja rétt barna til náms.

Skólapeysa UNICEF er fáanleg í bæði barna- og fullorðinsstærðum. Takmarkað upplag er í boði og er hægt að panta peysurnar á vef UNICEF, í heimsendingu eða sendingu á næsta pósthús, hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert