Skipulagt plott með Hæstarétt

Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins fullyrðir að þeir dómarar sem sitja í Hæstarétti Íslands hafi verið skipaðir þangað til þess að verja kvótakerfið. Standi þeir í vegi fyrir skipulagsbreytingum þurfi að koma þeim frá.

„Þau þjóðfélög sem lenda í þessu vandamáli þar sem einhver gömul valdaklíka hefur sko dreift sér um allt samfélagið. Er í stjórnsýslunni, í dómskerfinu, er út um allt,“ sagði Gunnar og var þá gripið fram í fyrir honum og hann spurður hvort hann teldi stjórnsýsluna á Íslandi og dómskerfið á Íslandi væri valdaklíka.

Stóð þá ekki á svari: „Já.“

„Ég er að segja að valdaklíka Valhallar hefur stjórnað því hverjir hafa verið ráðnir inn í þetta kerfi [...]“ segir Gunnar Smári.

Talsverð sigling er á Sósíalistaflokknum um þessar mundir þótt nýjasta …
Talsverð sigling er á Sósíalistaflokknum um þessar mundir þótt nýjasta könnunin bendi til þess að fylgið við flokkinn sé aðeins að dala. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það hefur gerst í sögunni þar sem fólk hefur misst samfélagið sitt niður í svona [...] og þess vegna eru notuð orð eins og kolkrabbi vegna þess að hann er með marga arma sem fer út um allt. Þá hefur verið gripið til þess ráðs að búa til eins og t.d. annað lýðveldið. Þetta sem ég vísa til, þetta er ekki tillaga, kannski ættum við að fara að hugsa um það, ef það er þannig að ef dómarar og sýslumenn Sjálfstæðisflokksins [...] við lentum nú til dæmis í því í síðustu kosningum, pælið í því, að sýslumaður Sjálfstæðisflokksins lagði bann við umfjöllun um fjárhagsmál formanns Sjálfstæðisflokksins í miðjum kosningum. Við erum svo spillt samfélag að við þurfum bara að fara austur fyrir Úralfjöll og suður fyrir Miðjarðarhaf til þess að finna annað eins,“ segir Gunnar.

Meinar þú þetta?

„Við erum gerspillt samfélag. Það er ekki bara ég. ÉG hef verið að benda þér á það að 66% þjóðarinnar sem eru á því að spilling sé stórt vandamál í íslensku samfélagi.“

Gunnar Smári Egilsson fór mikinn í Dagmálum þar sem hann …
Gunnar Smári Egilsson fór mikinn í Dagmálum þar sem hann ræddi við Andrés Magnússon og Stefán Einar Stefánsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Skipulagt plott

Telur þú að dómsvaldið sé spillt?

„Ég held að það hafi verið sett systematískt inn í Hæstarétt menn sem eru líklegir til að verja meint eignarhald stórútgerðarinnar á kvótanum. Og að það sé skipulagt plott og ef það er þannig að ef Hæstiréttur stoppar það að almenningur fái að nota sínar auðlindir þá verðum við að bregðast við því. Og aðrar þjóðir hafa brugðist við því með því að stofna nýtt lýðveldi.“

Gunnar Smári vill meina að dómarar við Hæstarétt hafi verið …
Gunnar Smári vill meina að dómarar við Hæstarétt hafi verið valdir með það að markmiði að dæmt verði gegn hagsmunum almennings í málefnum kvótakerfisins. mbl.is/Hari

Bíddu nú við, þú ert að segja að það sé skipulagt plott hvernig Hæstiréttur er skipaður til að verja eitt tiltekið mál?

„Auðvitað. Það vita það allir.“

Og hver stýrir þessu plotti?

„Það veit ég ekki. Það eru einhver bakherbergi einhversstaðar. Þið ættuð að vita það.“

Nei enga dellu hér. Hver stýrir slíku plotti, þú hefur þá einhverja innsýn sem við höfum ekki?

„Inn í Sjálfstæðisflokkinn? Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fæð á mig í 30 ár. Ég hef enga innsýn inn í Sjálfstæðisflokkinn.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert