Best ef Dagur og Snorri tækju báðir við

Dagur Sigurðsson.
Dagur Sigurðsson. AFP

Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka og fyrrverandi landsliðs- og atvinnumaður í handbolta um árabil, kom að mínu viti með bestu hugmyndina um næsta þjálfara karlalandsliðsins.

Ásgeir stakk upp á því í viðtali við RÚV eftir leik Íslands og Tékklands á sunnudaginn að ráða Dag Sigurðsson og Snorra Stein Guðjónsson saman sem næstu landsliðsþjálfara.

Þeir Dagur og Snorri hafa verið nefndir til sögunnar af flestum sem sagt hafa skoðun sína á þjálfaramálum liðsins á undanförnum dögum og vikum, m.a. af þeim sérfræðingum sem Morgunblaðið leitaði til í síðustu viku.

Reynslu og hæfileika Dags þarf ekki að ræða í ítarlegu máli og Snorri hefur sýnt með Val að undanförnu að hann er efnilegasti þjálfari landsins.

Þeir gjörþekkja íslenskan og alþjóðlegan handbolta, sem leikmenn og þjálfarar, og búa báðir yfir þeim metnaði, þekkingu og krafti sem þarf til að ná árangri á þessum vettvangi.

Bakvörð Víðis má lesa í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert