Atli Örvarsson hlaut BAFTA verðlaunin

Atli Örvarsson tónskáld.
Atli Örvarsson tónskáld. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Kvik­myndatón­skáldið og pí­an­ist­inn Atli Örvars­son hlaut í kvöld bresku kvik­mynda- og sjón­varps­verðlaun­in BAFTA fyr­ir tónlist sem hann samdi fyr­ir þáttaröðina Silo. Þetta eru fyrstu BAFTA verðlaun Atla.

Þætt­irn­ir voru fram­leidd­ir af AMC Studi­os og sýnd­ir á Apple TV+.

Í sam­tali við Ak­ur­eyri.net sagði hann til­nefn­ing­una mik­inn heiður. Hann hafi flutt til London fyr­ir einu og hálfu ári síðan til að vinna við þáttaröðina. Því sé sér­stak­lega ánægju­legt að upp­skera þessa viður­kenn­ingu.

Þrjú önnur voru tilfnefnd í sama flokki og Atli, það voru Na­talie Holt fyr­ir tónlist í þáttaröðinni Loki, Bla­ir Mowat fyr­ir tónlist í þáttaröðinni Nolly og Adiescar Chase fyr­ir tónlist í þáttaröðinni Heart­stopp­er.

Fleiri Íslend­ing­ar hafa hlotið BAFTA verðlaun­in, t.a.m. Hild­ur Guðna­dótt­ir fyr­ir tón­list­ina í kvik­mynd­inni Joker, Ólaf­ur Arn­alds fyr­ir tón­list­ina í þátt­un­um Broa­dchurch, Val­dís Óskars­dótt­ir fyr­ir klipp­ingu kvik­mynd­ar­inn­ar The Eternal Suns­hine of the Spot­less Mind og Daði Einarsson fyrir tækni­brell­ur í The Witcher.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú lendir í útistöðum við náinn vin og tilfinningar þínar eru í uppnámi. Forðastu að vera með stóryrtar yfirlýsingar um líf annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú lendir í útistöðum við náinn vin og tilfinningar þínar eru í uppnámi. Forðastu að vera með stóryrtar yfirlýsingar um líf annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg