fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Rafhlaupahjólin fokin út í veður og Wind

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 11. október 2021 17:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rafhlaupahjólaleigan Wind hefur hætt starfsemi sinni hér á landi. Nýlega mátti sjá fólk velta því fyrir sér hvort eitthvað væri að hjá rafhlaupahjólaleigunni því hjól frá þeim voru ekki að finnast á götum bæjarins. Einn rafhlaupahjólanotandi ákvað að senda fyrirspurn á Wind vegna þessa og svar þar sem fram kom að fyrirtækið væri hætt starfsemi hér á landi.

„Kæri viðskiptavinur, takk fyrir að hafa samband við þjónustuverið okkar og við biðjumst forláts. Við viljum láta þig vita að við höfum lokað fyrir þjónustu okkar á Íslandi, þess vegna er ekki lengur hægt að leigja rafhlaupahjólin okkar þar,“ segir meðal annars í tölvupóstinum frá Wind.

Þá kemur einnig fram að ekki séu neinar upplýsingar um það hvort Wind ætli að snúa aftur til landsins.

Það er þó ljóst að eitthvað hefur farið úrskeiðis í brottflutningnum frá Íslandi því ef smáforrit þeirra er skoðað má finna eitt einmana rafhlaupahjól sem varð eftir. Það virðist vera staðsett við Skeljagranda í Vesturbænum en batteríið er alveg að verða tómt. Hvað mun gerast þegar það klárast að fullu er ekki vitað.

Skjáskot/Wind
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagur og Hildur tókust á um bensínstöðvalóðirnar – „Fullkomin vanhæfni, ábyrgðarleysi, fúsk og kæruleysi“

Dagur og Hildur tókust á um bensínstöðvalóðirnar – „Fullkomin vanhæfni, ábyrgðarleysi, fúsk og kæruleysi“