Rifti samningnum vegna vanefnda

Sunna Guðrún Pétursdóttir í leik með KA/Þór á þarsíðasta tímabili.
Sunna Guðrún Pétursdóttir í leik með KA/Þór á þarsíðasta tímabili. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Handknattleiksmarkvörðurinn Sunna Guðrún Pétursdóttir hefur ákveðið að rifta samningi sínum við svissneska úrvalsdeildarfélagið Amicitia Zürich vegna vanefnda.

Sunna Guðrún gekk til liðs við Amicitia frá KA/Þór síðastliðið sumar og samdi þá til tveggja ára.

„Ég var á tveggja ára samningi en ákvað að rifta honum þar sem það var ekki alveg staðið við hann,“ sagði Sunna Guðrún í samtali við Handbolta.is.

Þar segir að hún hafi komið heim til Íslands í gær og muni nú velta næsta skrefi á ferlinum fyrir sér.

Sunna Guðrún, sem er 25 ára gömul, varð Íslands- og bikarmeistari með KA/Þór vorið 2021.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert