Íslenski boltinn

Aftur er Caroline fengin til að leysa Na­töshu af hólmi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Caroline Van Slambrouck er gengin í raðir Keflavíkur.
Caroline Van Slambrouck er gengin í raðir Keflavíkur. Facebook/Keflavík

Keflavík hefur samið við bandaríska miðvörðinn Caroline Van Slambrouck og mun hún standa vaktina í vörn liðsins í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu næsta sumar.

Caroline þekkir til hér á landi eftir að hafa spilað með ÍBV frá 2017 til 2019. Þangað kom hún eftir að Natasha Anasi fór til Keflavíkur. Nú er Natasha farin til Breiðabliks og er Caroline fengin til að leysa stöðu hennar í miðri vörn Keflavíkurliðsins.

„Caroline spilar í stöðu miðvarðar og væntumst við mikils af henni og hlökkum til að sjá hana á vellinum í efstu deild í sumar,“ segir í tilkynningu Keflavíkur.

Hin 29 ára gamla Caroline skrifar undir tveggja ára samning við Keflavík sem hélt sæti sínu í Pepsi Max-deildinni eftir að hafa verið nýliðar síðasta sumar.


Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×