Eiður í Eyjum næstu þrjú ár

Eiður Aron Sigurbjörnsson fagnar marki gegn FH í október.
Eiður Aron Sigurbjörnsson fagnar marki gegn FH í október. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Knattspyrnudeild ÍBV hefur framlengt samning sinn við fyrirliðann og miðvörðinn Eið Aron Sigurbjörnsson út tímabilið 2025.

Eiður er lykilmaður í liði ÍBV og átti stóran þátt í að liðið fór upp úr 1. deildinni í fyrra og náði nokkuð örugglega að halda sæti sínu í efstu deild í ár.

Leikmaðurinn, sem er 32 ára, er uppalinn hjá ÍBV og kom aftur til félagsins árið 2020 eftir tíma í atvinnumennsku og nokkur ár hjá Val.

Hann hefur leikið 181 leik í efstu deild og skorað í þeim ellefu mörk. Þá á hann einn A-landsleik að baki.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert