Dramatískt sigurmark Barcelona

Leikmenn Barcelona fagna sigurmarkinu.
Leikmenn Barcelona fagna sigurmarkinu. AFP

Barcelona vann í kvöld 1:0-sigur á Real Valladolid á heimavelli í spænsku 1. deildinni í fótbolta. Sigurmarkið kom í blálokin.

Barcelona var sterkari aðilinn allan leikinn en Jordi Masip, fyrirliði Valladolid og markvörður, átti afar góðan leik og varði nokkrum sinnum mjög vel.

Vendipunkturinn kom hins vegar á 79. mínútu þegar Óscar Plano í liði Valladolid fékk beint rautt spjald í stöðunni 0:0. Manni færri tókst gestunum ekki að halda út því Ousmane Dembléle skoraði sigurmarkið á lokamínútunni.

Barcelona er nú aðeins einu stigi á eftir toppliði Atlético Madrid, en Atlético tapaði fyrir Sevilla í gær. Real Madrid er í þriðja sæti, tveimur stigum á eftir Barcelona.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert