Ég er glaður og þakklátur

Novak Djokovic er farinn að búa sig undir mótið.
Novak Djokovic er farinn að búa sig undir mótið. AFP

Novak Djokovic, fremsti tennismaður heims, er glaður og þakklátur yfir því að vera laus úr einangrun í Melbourne í Ástralíu og kveðst nú einbeita sér að því að búa sig undir Opna ástralska mótið sem hefst á mánudaginn kemur.

Djokovic losnaði úr einangrun í Melbourne en honum var haldið þar í fjóra daga eftir að vegabréfsáritun hans var metin ógild við komuna til Ástralíu. Dómstóll í Melbourne úrskurðaði honum í hag í morgun en ástralska ríkisstjórnin getur eftir sem áður sent hann úr landi.

„Ég er ánægður og þakklátur fyrir að dómarinn ógilti ákvörðunina um að vegabréfsáritunin mín væri ekki fullnægjandi. Þrátt fyrir allt sem á undan er gengið vil ég vera hér áfram og reyna að taka þátt í Opna ástralska mótinu.

Ég einbeiti mér algjörlega að því, ég kom hingað til að keppa á einu mikilvægasta móti heims frammi fyrir mögnuðum áhorfendum," sagði Novak Djokovic á Twitter rétt í þessu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert