Svíar eru komnir áfram í sextán liða úrslitin fyrir lokaumferðina og fólkið á Fotbollskanalen leyfðu sér að gera smá grín að litlum möguleikum nágranna sinna.
Finnar enduðu í þriðja sætinu í sínum riðli en þeir eru bara með þrjú stig og mínus tvö mörk í markatölu.
Til að Finnarnir komist áfram þá þarf eftirfarandi að gerast eins og sjá má í upptalningu Fotbollskanalen hér fyrir neðan.
- 1. Frakkar þurfa að vinna Portúgal með fjórum eða fleiri mörkum en það er ekki nóg ...
- 2. Ungverjaland þarf að ná jafntefli við Þýskaland eða vinna með fjórum eða fleiri mörkum en það er ekki nóg ...
- 3. Slóvakía þarf að vinna Spán eða Spánn þarf að vinna Slóvakíu með þremur mörkum eða meira en það er ekki nóg ...
- 4. Svíþjóð þarf að ná stigi á móti Póllandi.
Eða eins og Lloyd Christmas úr „Dumb and Dumber“ myndinni sagði: „So you're saying there's a chance,“ eða á íslensku „Svo þú ert að segja mér að það sé möguleiki.“