Hvergerðingar deildarmeistarar

Hafsteinn Valdimarsson hefur bikarinn á loft 14. mars.
Hafsteinn Valdimarsson hefur bikarinn á loft 14. mars. Mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Karlalið Hamars í blaki er deildarmeistari karla 2021.

Þetta staðfesti Blaksamband Íslands í fréttatilkynningu sem sambandið sendi frá sér í morgun.

Í gær tók Blaksambandið ákvörðun um að þeim leikjum sem var frestað á meðan hlé var gert á keppni vegna fjórðu bylgju kórónuveirufaraldursins yrði aflýst.

Hins vegar verða þeir leikir sem eftir eru af tímabilinu spilaðir en eins og staðan er í dag getur ekkert lið náð Hamri að stigum miðað við þann leikjafjölda sem er eftir af mótinu.

„Forysta Hamars er slík að ekkert lið getur náð þeim að stigum miðað við þá leiki sem eru á tímabilinu og Hamarsmenn eru því handhafar bæði deildarmeistara- og bikarmeistaratitils á þessu keppnistímabili,“ segir í fréttatilkynningu blaksambandsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka