Mikið að gera báðum megin

Aron Snær Friðriksson
Aron Snær Friðriksson Ljósmynd/Kristinn Steinn Traustason

„Mér fannst við bara lélegir, ég verð að vera hreinskilinn með það. Við eigum helling inni og áttum skilið að tapa,“ sagði markvörðurinn Aron Snær Friðriksson eftir að Fylkir tapaði 1:0 gegn FH í Pepsi Max-deild karla í knattspyrnu í kvöld.

Aron átti erilsamt kvöld í markinu á Kaplakrikavelli í kvöld og varði margoft frábærlega. Aðspurður um frammistöðu sína var hann þó snöggur að benda á kollega sinn Gunnar Nielsen á hinum enda vallarins sem sömuleiðis átti fínan leik.

„Það var mikið að gera báðum megin, Gunni á eina þrefalda vörslu rétt áður en þeir skora, þetta var opinn leikur með mörgum mistökum. Það gekk illa hjá báðum liðum að hemja boltann en verr hjá okkur. Svona er þetta bara.

Það skemmtilega við þetta er að nú er bara næsti leikur, við tökum KR, það er næst á dagskrá,“ sagði Aron Snær í samtali við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert