Bætti Íslandsmetið á Ítalíu

Ingeborg Eide Garðarsdóttir.
Ingeborg Eide Garðarsdóttir. Ljósmynd/Laurent_Bagnis

Frjálsíþróttakonan Ingeborg Eide Garðarsdóttir bætti eigið Íslandsmet í kúluvarpi í flokki F37 fatlaðra á Jesolo 2024 Grand Prix á Ítalíu. 

Hún setti nýverið Íslandsmet á Meistaramóti Íslands í frjálsum innanhúss er hún varpaði kúlunni 9,73 metra. Á Ítalíu bætti hún það met og varpaði henni 9,83 metra, eða heila tíu sentímetra. 

Endaði Ingeborg í öðru sæti á mótinu og hlaut silfurverðalun. 

Ingeborg stefnir á Paralympics, Ólympíumót fatlaðra, í París í sumar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert