fbpx
Mánudagur 20.maí 2024
Fréttir

Árásarmaður Omars áfram í gæsluvarðhaldi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 9. ágúst 2022 10:13

Omar Alrahman Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður sem af ókunnum ástæðum réðst á Írakann Omar Alrahman á byggingarsvæði á Seltjarnarnesi þann 17. júní síðastliðinn hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald, til 1. september næstkomandi.

RÚV greinir frá þessu. Mennirnir voru vinnufélagar en höfðu aðeins unnið saman í nokkra daga og þekktust varla. Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn er á grundvelli almannahagsmuna sem þýðir að talin er hætta á því að maðurinn brjóti af sér aftur og sé hættulegur.

Ekki er vitað hvort maðurinn verður ákærður fyrir manndráp en þolandinn, Omar, segir ekki nokkurn vafa leika á því að maðurinn hafi reynt að drepa hann. DV tók viðtal við Omar í sumar en hann var lengi þungt haldinn vegna árásarinnar.

Sjá einnig: Omar varð fyrir manndrápstilraun á Seltjarnarnesi á 17. júní – „Ég get ekki sofið og þori ekki út úr húsi“

Omar man ekkert eftir árásinni en maðurinn réðst aftan að honum, missti Omar meðvitund og vaknaði upp aftur á sjúkrahúsi. „Það síðasta sem hann man er að hann varð var fyrir hreyfingu fyrir aftan sig er hann kraup niður við bílhjól en hann var að huga að dekki á bíl sínum sem var í ólagi. Næst vaknar hann á sjúkrahúsi umkringdur heilbrigðisstarfsfólki og lögreglumönnum,“ sagði í viðtali DV við Omar.

Maðurinn réðst á Omar með hamri og oddhvössu verkfæri. Hlaut Omar þrjú brot á höfuðkúpu og sár áhöfði, rifbeinsbrot og löskun á hægri hendi. Í viðtali DV við Omar í sumar segir ennfremur:

„Omar greinir frá því að árásarmaðurinn hafi boðið honum að borða kvöldmat með sér skömmu fyrir árásina og þeir hafi þar átt saman friðsæla máltíð. „Við borðuðum saman og það var bara rólegt og fínt. En annars þekktumst við ekkert. Það var ekkert á milli okkar.“ Þegar blaðamaður spyr Omar hvers vegna hann telji að maðurinn hafi ráðist á sig segir hann: „Það er það sem ég vil fá að vita. Ég veit það ekki.“ Hann hefur djúpstæða þörf fyrir að vita hvað gerðist og hvers vegna í ósköpunum það gerðist. Hann segir manninn ekki hafa sýnt nein merki um að hann sé andlega vanheill og ekkert bendi til þess að hann sé það.

Frásagnir vitna af atburðunum og áverkarnir á líkama hans segja auðvitað sína sögu en sú frásögn er samt mjög brotakennd. Omar vonar að hægt sé að komast yfir einhver gögn úr eftirlitsmyndavélum á svæðinu og lögreglan kanni þau. Ennfremur fýsir hann að vita hvort árásarmaðurinn upplýsi lögreglu um hvað honum gekk eiginlega til með þessu. Lögregla ræddi aðeins lítillega við Omar á sjúkrahúsinu en hann hefur ekki haft heilsu til að fara niður á lögreglustöð og gefa ítarlegri skýrslu.

„Ég vona innilega að lögregla rannsaki þetta mál ítarlega og upplýsi fyrir mér hvers vegna þetta gerðist. Einn maður ræðst á þrjá menn og reynir að drepa einn þeirra. Þetta er stórmál. Í Írak gæti svona afbrot kostað jafnvel lífstíðarfangelsi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað