Launafulltrúi grunaður um fjárdrátt

Skálatún í Mosfellsbæ.
Skálatún í Mosfellsbæ.

Grunur leikur á því að launfulltrúi og bókari Skálatúns í Mosfellsbæ hafi dregið sér fé. Stjórnendur eru nú að fara yfir fjárreiður síðustu ára til kanna hvort grunurinn sé á rökum reistur. Þetta segir Þórey I. Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Skálatúns, í samtali við mbl.is. 

Skálatún er heimili 35 einstaklinga með þroskahömlun. Þess utan rekur stofnunin dagþjónustu, en hún lifir á fjárframlögum Mosfellsbæjar í gegnum jöfnunarsjóð. Ljóst er að meintur fjárdráttur er því af fé er kemur í gegnum sveitarfélagið, en Vísir greindi fyrst frá. 

Þórey segir að grunur hafi vaknað um fjárdrátt nú í sumar. „Ég kom inn um miðjan júní og tók tímabundið við daglegum rekstri og fjárhagslegri endurskipulagningu. Það var þá sem ég rak augun í þetta,“ segir Þórey og bætir við að fjárdrátturinn nái yfir tíu ára tímabil. Búið er að senda starfsmanninn heim, en málið verður tilkynnt lögreglu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert