Kanadískur landsliðsmarkvörður í Stjörnuna

Erin McLeod er reynslumikil.
Erin McLeod er reynslumikil. AFP

Knattspyrnudeild Stjörnunnar hefur gert samning við kanadíska markvörðinn Erin McLeod. Kemur hún að láni frá Orlando Pride í Bandaríkjunum út tímabilið. 

McLeod er mikill reynslubolti og hefur farið á fjögur heimsmeistaramót og tvenna Ólympíuleika með kanadíska landsliðinu. Vann hún brons á Ólympíuleikunum í London. 

Markvörðurinn er 37 ára og leikið með liðum í Bandaríkjunum, Svíþjóð og Þýskalandi. Stjarnan er í 8. sæti Pepsi Max-deildarinnar með sjö stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert