Ég hef aldrei upplifað svona vind

Ameera Hussen skoraði fyrsta mark leiksins.
Ameera Hussen skoraði fyrsta mark leiksins. Kristinn Magnússon

ÍBV tók á móti Þrótti Reykjavík í vindasömum leik á Hásteinsvelli í 4.umferð í Bestu deild kvenna í knattspyrnu í dag. Lokatölur voru 2:1 fyrir Þrótturum 

Fyrir leikinn voru bæði lið með 4 stig eftir þrjá fyrstu leikina. 

„Þetta var erfiður leikur og hann var nokkurs konar skyldusigur fyrir okkur, sérstaklega hérna á heimavelli og við stefndum á þrjú stig. Við byrjuðum leikinn vel en misstum hausinn í seinni hálfleik og áttum erfitt með að halda einbeitingunni á meðan að Þróttarar gerðu vel," sagði Ameera Hussen miðjumaður ÍBV við mbl.is eftir leikinn.

Eyjakonur byrjuðu með vindi og áttu ótal mörg færi í fyrri hálfleik en náðu bara að setja hann einu sinni í netið. Var þar Ameera að verki, og leit á tímabili út fyrir að hún myndi setja fleiri mörk.  

„Ég var mjög ánægð að ná boltanum yfir línuna í dag, Íris er góður markmaður og átti margar góðar vörslur. Ég vill óska henni til hamingju með hennar frammistöðu í dag en mig langaði mjög að skora annað!“ 

Eins og fram hefur komið var vindurinn í stóru hlutverki í kvöld og hafði mikil áhrif á spilamennsku liðana. 

Þegar að þú ert framherji og boltinn er ekki að koma upp völlinn eins og þú vilt að hann geri þá getur skapast smá pirringur. Stundum er heppninn bara ekki með manni. Vindurinn spilaði stórt hlutverk í kvöld, ég hef aldrei upplifað svona vind í Ameríku og þetta var fyrsti leikurinn okkar í svona miklum vindi. Það var erfitt að aðlagast aðstæðum og virkilega krefjandi“. 

Næsti leikur ÍBV er útileikur á móti Breiðabliki á Kópavogsvelli þann 18.maí næstkomandi. 

Núna þurfum við á endurheimt að halda og við þurfum að skoða vel myndbandið af þessum leik til að sjá hvað betur má fara. Við hlökkum til næsta leiks enda krefjandi leikur sem við þurfum að fá stig út úr. Það eru margir leikir eftir af tímabilinu og það þýðir ekkert að missa hausinn!“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert