fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
433Sport

Klopp biðst afsökunar en segir málið vera storm í vatnsglasi

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 14. apríl 2021 14:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jurgen Klopp hefur beðist afsökunar á því að hafa gert lítið úr vellinum sem Real Madrid notar þessa dagana, Klopp var pirraður eftir 3-1 tap gegn Real Madrid í Meistaradeildinni í síðustu viku.

Leikurinn fór fram á æfingasvæði Real Madrid sem er með 6 þúsund manna stúku, Real notar völlinn á meðan verið er að breyta og bæta heimavöllinn sinn. Klopp sagði eftir leik að það hefði verið skrýtið og erfitt að spila á svona velli, að allt yrði öðruvísi í kvöld á Anfield.

„Fólk hefur gert svo mikið úr þessu, ég ætlaði ekki að vera með óvirðingu. Ef þeim finnst þessi völlur góður og vilja spila á honum, þá er það í lagi fyrir mig,“ sagði Klopp

Síðari leikurinn er á Anfield í kvöld en eins og allt síðasta árið verður heimavöllur Liverpool tómur.

„Þeir spila allt tímabilið þarna, ég veit hver staðan er og ástæðu þess. Ég ætlaði ekki að vera með óvirðingu, ég biðst afsökunar á því. Að gera stórfrétt úr þessu er samt grín.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Draumur breyttist snögglega í martröð hjá Audda og vinum hans – „Þetta var með verri dögum sem ég hef átt, 100 prósent“

Draumur breyttist snögglega í martröð hjá Audda og vinum hans – „Þetta var með verri dögum sem ég hef átt, 100 prósent“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Frá Liverpool til Spánar?

Frá Liverpool til Spánar?
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Staðfest að þessir þrír fari frá Arsenal í sumar

Staðfest að þessir þrír fari frá Arsenal í sumar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Kveður stuðningsmenn Liverpool á hjartnæman hátt – „Vitið bara að ég verð ykkur þakklátur að eilífu“

Kveður stuðningsmenn Liverpool á hjartnæman hátt – „Vitið bara að ég verð ykkur þakklátur að eilífu“
433Sport
Í gær

Arnar Þór Viðarsson fær risastórt starf í Belgíu

Arnar Þór Viðarsson fær risastórt starf í Belgíu
433Sport
Í gær

Arne Slot skrifar undir hjá Liverpool í dag

Arne Slot skrifar undir hjá Liverpool í dag
433Sport
Í gær

Félög á Englandi geta ekki farið með leiki úr landi

Félög á Englandi geta ekki farið með leiki úr landi
433Sport
Í gær

Horfðu á splunkunýjan þátt af Íþróttavikunni – Auðunn Blöndal fer yfir sviðið

Horfðu á splunkunýjan þátt af Íþróttavikunni – Auðunn Blöndal fer yfir sviðið