Lífið

Nennir ekki nei­kvæðum fréttum og segir aðra geta séð um þær

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Magnús Hlynur var hress að vanda í afmælisþætti Stöðvar 2.
Magnús Hlynur var hress að vanda í afmælisþætti Stöðvar 2.

Magnús Hlynur Hreiðarsson, fréttamaður á Stöð 2, er þekktur fyrir sinn einstaka fréttastíl, en hann leggur það ekki í vana sinn að segja fréttir sem almennt myndu teljast neikvæðar. Þvert á móti þefar hann uppi léttar og jákvæðar fréttir af dýrum og mönnum. Hann segist vilja láta aðra um að gera neikvæðar fréttir.

Magnús Hlynur var á meðal gesta í afmælisþætti Stöðvar 2 á laugardaginn, í tilefni af 35 ára afmæli Stöðvarinnar, og ræddi þar sínar fréttir.

„Mér finnst bara miklu skemmtilegra að gera jákvæðari fréttir en neikvæðar. Mér finnst að við ættum að vera með einn fréttatíma í viku, sem eru bara jákvæðar fréttir. Það er allt of mikið af neikvæðum og leiðinlegum fréttum í gangi. Aðrir geta séð um það, ég nenni því ekki,“ sagði Magnús Hlynur.

Hann segist fá jákvæð viðbrögð við fréttum sínum í hvívetna og segir fólk hafa sérstaklega gaman að fréttum úr íslensku sveitinni. 

Hér má nálgast þær fréttir sem Magnús Hlynur hefur gert fyrir Stöð 2 og Vísi.

„Það eru svo margir að gera svo góða hluti á Íslandi. Við þurfum bara að taka eftir því.“

Hér að neðan má sjá spjall Eddu Andrésdóttur við Magnús Hlyn, en í myndbandinu má einnig sjá brot úr nokkrum af fréttum Magnúsar Hlyns.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×