Ég er ekki spámaður

Pep Guardiola á hliðarlínunni í dag.
Pep Guardiola á hliðarlínunni í dag. AFP

„Við byrjuðum vel en þeir fá svo mark úr sinni fyrstu sókn,“ sagði Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, eftir 1:1-jafntefli gegn West Ham í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Heimamenn komust yfir snemma leiks með draumamarki frá Michail Antonio en City var þó heilt yfir sterkara liðið. „Í seinni hálfleik skorum við snemma og fáum svo færin til að vinna leikinn. Því miður tókst það ekki gegn tíu mönnum sem vörðust aftarlega,“ bætti Spánverjinn við í viðtali við BBC eftir leik og hrósaði svo Phil Foden, sem kom inn á í hálfleik og skoraði jöfnunarmarkið. „Hann er ungur og orkumikill og hefur gott auga fyrir markinu.“

Að lokum var hann spurður hvort hægt væri að vinna ensku deildina í ár með færri stigum en áður, en stóru liðin hafa tapað óvenjulega mikið af stigum snemma í mótinu. „Ég veit það ekki, ég er ekki spámaður en það lítur þannig út. Við þurfum bara að halda áfram og reyna vinna fleiri leiki.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert