Mynd Gunnar fékk sérstaka viðurkenningu

Gunnur Martinsdóttir Schlüter og Flora Anna Buda í Cannes í …
Gunnur Martinsdóttir Schlüter og Flora Anna Buda í Cannes í kvöld. AFP/Loic Venance

Stuttmyndin Fár, eftir Gunni Martinsdóttur Schlüter, hlýtur sérstaka viðurkenningu í flokki stuttmynda á kvikmyndahátíðinni í Cannes.

Myndin var á meðal 11 verka sem sýnd voru í keppnisflokki stuttmynda á hátíðinni í ár. Gullpálmann hlaut Flóra Anna Buda, frá Ungverjalandi, fyrir stuttmyndina 27.

Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn á lokadegi kvikmyndahátíðarinnar.

Í Fár tekst einstaklingur á við aðstæður sem reyna á siðferði mannskepnunnar í aftengdum heimi við náttúruna. Gunnur leikstýrir myndinni, skrifar handrit hennar og fer að auki með aðalhlutverkið. Framleiðendur eru Sara Nassim og Rúnar Ingi Einarsson hjá framleiðslufyrirtækinu Norður.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur mun meiri áhrif á umhverfi þitt en þú sjálfur heldur. Gættu þess að þú fáir þá viðurkenningu sem þú átt skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur mun meiri áhrif á umhverfi þitt en þú sjálfur heldur. Gættu þess að þú fáir þá viðurkenningu sem þú átt skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav