fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
433Sport

Benedikt blöskraði – Tveir tímar af engu: „Þetta eru veikar raddir“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 3. mars 2021 15:00

Benedikt Bóas kallar ekki allt ömmu sína. ©Anton Brink 2019 © 365 ehf / Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarpsþáttur 433 hóf göngu sína á Hringbraut í gær en þátturinn verður á dagskrá alla þriðjudag, klukkan 21:30. Benedikt Bóas Hinriksson, blaðamaður á Fréttablaðinu mætti og gerði upp ársþing KSÍ.

Það var hart tekist á á ársþingi Knattspyrnusambands Íslands um helgina þar sem ræddar voru tillögur um breytingu á efstu deild karla. Fram, Fylkir, ÍA og starfshópur KSÍ höfðu lagt inn tillögur um breytingu á mótafyrirkomulagi efstu deildar karla á ársþingi KSÍ sem fer fram þessa stundina. Fylkir og ÍA drógu tillögur sínar til baka og því var kosið um tvær tillögur, önnur þeirra var frá Fram og hin frá starfshópi KSÍ.

Fram lagði til fjölgun í efstu deild upp í 14 lið en starfshópurinn lagði til að áfram yrðu 12 lið en eftir tvöfalda umferð yrði deildin tvískipt þar sem sex efstu liðin myndu mætast og sex neðstu. Báðar þessar tillögur voru felldar en 2/3 þurftu að kjósa með tillögu svo hún gæti verið samþykkt. 58% voru með tillögu Fram en 54% með tvískiptri deild. Það er ekki nægur stuðningur og báðar tillögur því felldar. Efsta deild verður því áfram með sama hætti, tólf liða deild þar sem leikin er tvöföld umferð.

„Það gerðist ekkert, það voru tveir klukkutímar sem ég horfði á. Maður er oft montinn af því að geta sagt frá því að maður geti fundið frétt í öllu, ég fann ekki margar fréttir þarna,“ sagði Benedikt um ársþingið sem fór fram í gegnum fjarfundarbúnað.

Börkur Edvardsson formaður Vals kallaði eftir breytingum hjá Íslenskum toppfótbolta eftir helgina og að breytingar yrðu gerðar á deildinni. „Er hann ekki að segja að hann vilji að ÍTF fari í ræturnar, sleppi þessum litlu liðum. Af hverju eiga Vatnaliljurnar, SR og hvað sem þetta heitir að hafa vægi yfir því hvernig efsta deild er spiluð,“ sagði Benedikt um málið.

Benedikt telur að KSÍ og félögin í landinu þurfi að setja saman hóp til að taka ákvörðun um framtíð efstu deildar, slíkt fari líklega ekki í gegnum þingið.

„Óli Jó, hvað er hann búinn að þjálfa lengi? Hann er ekki fenginn inn sem ráðgjafi um hvernig ætti að gera þetta. Óli Jó er líklega fróðastur allra þegar kemur að þessu, hann er kannski með bilaðar hugmyndir. Við getum síðan sett inn Börk og Jónas hjá KR, FH bræður. Menn sem geta tjáð sig, það virðist vera að þeir sem að stýra íslenskum fótbolta. Formenn og aðrir, þetta eru veikar raddir,“ sagði Benedikt.

Umræðuna má sjá hér í lok þáttar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Afsakar frammistöðu Onana og kennir varnarmanni United um – ,,Setur hann í vandræði frá fyrstu mínútu“

Afsakar frammistöðu Onana og kennir varnarmanni United um – ,,Setur hann í vandræði frá fyrstu mínútu“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Mun láta Mbappe finna fyrir því – ,,Ég þruma hann niður“

Mun láta Mbappe finna fyrir því – ,,Ég þruma hann niður“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þrír Íslendingar sköruðu fram úr í Danmörku um helgina

Þrír Íslendingar sköruðu fram úr í Danmörku um helgina
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Nýtt sjónarhorn úr myndavél KR sýnir framkomu Smit betur – Hrindir einu barni nokkuð harkalega frá sér

Nýtt sjónarhorn úr myndavél KR sýnir framkomu Smit betur – Hrindir einu barni nokkuð harkalega frá sér
433Sport
Í gær

Ratcliffe telur þessa tvo leikmenn United á alltof háum launum og vill þá burt

Ratcliffe telur þessa tvo leikmenn United á alltof háum launum og vill þá burt
433Sport
Í gær

Freyr hefur tvö sénsa til að reyna að bjarga liðinu frá falli – Allar líkur á að Alfreð og Gulli falli

Freyr hefur tvö sénsa til að reyna að bjarga liðinu frá falli – Allar líkur á að Alfreð og Gulli falli
433Sport
Í gær

Einlægur Brynjar ræðir tilfinningnaþrungna tíma í Grindavík – „Við hugsum eiginlega bara um daginn í dag“

Einlægur Brynjar ræðir tilfinningnaþrungna tíma í Grindavík – „Við hugsum eiginlega bara um daginn í dag“
433Sport
Í gær

Samúel reiður og birtir myndband eftir atvik um helgina þar sem Eiður fótbrotnaði – „Ekkert sem fer meira í taugarnar á mér en rottur“

Samúel reiður og birtir myndband eftir atvik um helgina þar sem Eiður fótbrotnaði – „Ekkert sem fer meira í taugarnar á mér en rottur“