Unnu án stjörnunnar – Chicago vann toppslaginn

Zach LaVine var sterkur í toppslagnum.
Zach LaVine var sterkur í toppslagnum. AFP

Meistarar Milwaukee Bucks höfðu betur á heimavelli gegn Miami Heat í NBA-körfuboltanum vestanhafs í nótt, 124:102. Það gerði liðið þrátt fyrir að þeirra skærasta stjarna Giannis Antetokounmpo hafi ekki leikið með vegna meiðsla.

Í fjarveru hans skoraði Pat Connaughton 23 stig og Khris Middleton 22. Max Strus gerði 25 stig fyrir Miami, sem lék án Jimmy Butler. Milwaukee er í þriðja sæti Austurdeildarinnar og Miami í fimmta sæti.

Chicago Bulls vann toppslag Austurdeildarinnar er liðið mætti Brooklyn Nets. Urðu lokatölur 111:107, Chicago í vil. Zack LaVine gerði 31 stig fyrir Chicago og Kevin Durant skoraði 28 fyrir Brooklyn og tók 10 fráköst. Þrátt fyrir úrslitin er Brooklyn enn með naumt forskot á toppi deildarinnar og Chicago í öðru sæti.  

Eftir mikla sigurgöngu hefur Golden State Warriors tapað tveimur af síðustu þremur leikjum eftir 107:112-tap á heimavelli fyrir San Antonio Spurs. Derrick White gerði 25 stig fyrir Spurs og Dejounte Murray 23 og tók 12 fráköst. Steph Curry gerði 27 stig fyrir Golden State.

Úrslit NBA-deildarinnar í nótt:
Brooklyn Nets – Chicago Bulls 107:111
Milwaukee Bucks – Miami Heat 124:102
Dallas Mavericks – Memphis Grizzlies 90:97
Golden State Warriors – San Antonio Spurs 107:112
Portal Trail Blazers – Boston Celtics 117:145
Saramento Kings – Los Angeles Clippers 104:99

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert