Heimsmeistaraeinvígið í skák er hafið

Ian Nepomniachtchi og Magnus Carlsen eigast við í Dubai.
Ian Nepomniachtchi og Magnus Carlsen eigast við í Dubai. AFP

Heimsmeistaraeinvígið í skák hófst í dag. Þar eigast við Norðmaðurinn Magnús Carlsen og Rússinn Ian Nepomniachtchi.

Teflt er í Dubai í Sameinuðu arbísku furstadæmunum og hófst bein útsending í dag frá viðburðinum.

Tefldar verða 14 skákir og stendur einvígið til 14. desember nema að til þess komi að annar hvor þeirra nái 7½ vinningi áður 14 skákum er lokið, að því er kemur fram á skak.is.

Verði jafnt 7-7 verður teflt til þrautar 15. desember með skemmri umhugsunartíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert