fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Fréttir

Feitasti maður Bretlands látinn – aðeins 33 ára að aldri

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 5. maí 2024 09:30

Jason Holton

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jason Holton, sem sagður var feitasti maður Bretlands, er látinn 33 ára að aldri. Dánarmein hans var líffærabilun vegna ofþyngdar en hann var 317 kílógrömm að þyngd þegar hann lést.

Holton fór að þyngjast verulega á táningsaldri eftir að hann missti föður sinn skyndilega og hóf að leita í mat sem huggun. Hann hafði glímt við heilsuleysi undanfarin ár vegna ofþyngdar sinnar. Árið 2020 vakti ástand hans talsverða athygli í Bretlandi en þá þurfti að flytja hann með krana út af heimili sínu á nærliggjandi sjúkrahús vegna líffærabilunar.

Móðir hans, Leisa Holton, sagði í viðtali við The Sun að sonur hennar hefði í raun átt átta líf og hún hafði verið vongóð um að læknar gætu bjargað honum enn á ný.

Jason var rúmfastur síðustu ár vegna ofþyngdar sinnar en draumur hans var að komast á megrunarlyfið Wegovy til að léttast og ná að lifa eðlilegra lífi.

Jason Holton ásamt móður sinni Leisu

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Öryggisverðir fylgja Bjarna hvert fótmál

Öryggisverðir fylgja Bjarna hvert fótmál
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Rúnar Hroði gefst ekki upp: „Ég ætla að fara með þetta alla leið“

Rúnar Hroði gefst ekki upp: „Ég ætla að fara með þetta alla leið“
Fréttir
Í gær

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega
Fréttir
Í gær

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur segir skemmdarverk framið á íslenskri tungu og nefnir fjölmörg dæmi

Sigmundur segir skemmdarverk framið á íslenskri tungu og nefnir fjölmörg dæmi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mannbjörg varð þegar strandveiðibátur sökk norðvestur af Garðskaga

Mannbjörg varð þegar strandveiðibátur sökk norðvestur af Garðskaga