Þriðji sigurinn hjá Magdeburg

Ómar Ingi Magnússon skoraði 5 mörk.
Ómar Ingi Magnússon skoraði 5 mörk. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Magdeburg byrjar keppnistímabilið vel í efstu deild þýska handboltans og hefur unnið þrjá af fyrstu fjórum leikjunum. 

Magdeburg heimsótti Ludwigshafen í kvöld og vann 28:22. Ómar Ingi Magnússon var atkvæðamikill og skoraði 5 mörk fyrir Magdeburg en Gísli Kristjánsson lék ekki með. 

Fjórir leikir voru á dagskrá í kvöld. Rhein Neckar Löwen hefur unnið þrjá af fyrstu fjórum leikjunum eins og Magdeburg en fyrsta tap liðsins kom í kvöld. Löwen tók á móti Leipzig sem vann 28:23 og tyllti sér í toppsæti deildarinnar með 7 stig Ýmir Örn Gíslason skoraði eitt mark fyrir Löwen en Alexander Petersson skoraði ekki. 

Bergischer tapaði heima fyrir Wetzlar 22:20 og þar með sínum fyrsta leik í deildinni. Arnór Gunnarsson skoraði 2 mörk fyrir Bergischer, gaf stoðsendingu og stal boltanum einu sinni. Ragnar Jóhannsson var hins vegar ekki með. 

Þá vann Fücshe Berlin lið Hannover-Burgdorf 31:27. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert