Hagkaup veitir ekki undanþágur

Hagkaup mun ekki leyfa þeim sem hafa náð sér af …
Hagkaup mun ekki leyfa þeim sem hafa náð sér af Covid-19, að ganga um verslanir Hagkaupa án grímu. Er þetta gert meðal annars til þess að vernda starfsfólk. Kristinn Magnússon

Hagkaup hefur gefið út að áfram verði þar grímuskylda í verslunum keðjunnar, þrátt fyrir að heilbrigðisráðherra hafi veitt þeim sem greinst hafa með Covid-19, undanþágu gagnvart grímuskyldu, gegn framvísun vottorðs. Í öllum verslunum Krónunnar verður einnig áframhaldandi grímuskylda, fyrir þá sem fæddir eru 2015 eða fyrr.

„Til að huga að öryggi viðskiptavina og starfsfólks verður áfram grímuskylda í verslunum Hagkaups til og með 2. desember, hvort sem einstaklingar hafa fengið Covid-19 eður ei.

Með þessu teljum við okkur geta dregið úr auknu álagi og hugsanlegum óþarfa árekstrum innan verslana okkar, en ný reglugerð setur okkur í afar erfiða stöðu,“ segir í færslu á Facebook frá Hagkaupum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert