Innlent

Stefán í Gagna­magninu gengst við að hafa beitt of­beldi

Árni Sæberg skrifar
Daði og Gagnamagnið. Stefán Hannesson er fyrir miðju við hlið Daða Freys.
Daði og Gagnamagnið. Stefán Hannesson er fyrir miðju við hlið Daða Freys. Mynd/Gísli Berg

Stefán Hannesson, fyrrverandi meðlimur Daða og Gagnamagnsins hefur gengist við ásökunum um ofbeldi, sem á hann hafa verið bornar síðustu daga. Hann segist hafa tekið ákvörðun um það í fyrra að segja sig úr hljómsveitinni.

Stefán tjáði sig í fyrsta skipti opinberlega um málið á Twittersíðu sinni í dag. Þar segist hann hafa beitt þáverandi kærustu sína ofbeldi árið 2013 og að það hafi ekki verið í fyrsta skipti sem hann varð uppvís að slíkri hegðun.

Þá segir hann að hann iðrist gjörða sinna og hafi leitað sér hjálpar hjá sálfræðingi til þess að geta horfst í augu við þær.

„Varðandi Gagnamagnið, þá tilkynnti ég hópnum í fyrra að ég kæmi ekki fram með þeim ef við yrðum beðin um það í framtíðinni. Á þeim tíma hefði ég átt að tilkynna það opinberlega. Ábyrgðin er mín, skömmin er mín,“ segir Stefán.

Líkt og Fréttablaðið greindi frá í dag tilkynnti Hulda Kristín Kolbrúnardóttir, meðlimur Gagnamagnsins, að einn meðlimur þess hefði sagt skilið við hljómsveitina vegna ásakana á hendur honum. 

„Hann játar og segir sig svo úr bandinu, við ákváðum aftur að ekki opinbera það þar sem ég hélt að við værum að halda í hennar ósk að ekki opinbera,“ Sagði Hulda Kristín á Twitter, án þess þó að nafngreina Stefán.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×