Leigan þrefalt hærri en lágmarkslaun

Húsnæðisvandinn er mikill í Portúgal.
Húsnæðisvandinn er mikill í Portúgal. Ljósmynd/Pexels

Meðalleiguverð á íbúðarhúsnæði í Lissabon í Portúgal er tæplega þrefalt hærra en lágmarkslaun í landinu. Borgaryfirvöld í Lissabon glíma nú við einn versta húsnæðisvanda í áratugi. 

Meðalleiguverð í borginni er ríflega 2.000 evrur á mánuði. Lágmarks mánaðarlaun eru 760 evrur og á því fólk á leigumarkaði erfitt með að ná endum saman, og eru dæmi til um að fólk sé í tveimur til þremur vinnum til að geta greitt leiguna um hver mánaðarmót. 

Húsnæðisvandinn skýrist einna helst af fjárfestingum erlendra aðila á húsnæðismarkað borgarinnar og skort á ódýru húsnæði. Málið snýst þó ekki aðeins um framboð og eftirspurn að sögn Ritu Silva, vísindamanns og aðgerðasinna, sem BBC ræddi við. 

Silva segir meira af húsum en fólki í Lissabon, en leiguverð bara lækki ekki. Hún segir ástandið hafa valdið óeiningu og mótmælum. Þá hafi bylgja mótmæla breiðst um landið eftir efnahagshrunið árið 2008. 

BBC ræddi einnig við Georginu Simoes, sem býr og starfar í borginni. Er hún á leigumarkaði og er í tveimur störfum til að ná endum saman þrátt fyrir að greiða langt undir meðalleiguverðinu fyrir íbúð sína, 300 evrur á mánuði. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert