Hilmar Örn á HM

Hilmar Örn Jónsson sleggjukastari.
Hilmar Örn Jónsson sleggjukastari. mbl.is/Kristvin Guðmundsson

 Hilmar Örn Jónsson úr FH fer á sitt annað heimsmeistaramót í sumar. Hilmar er eini keppandinn fyrir Íslands hönd og mun keppa í sleggjukasti. Mótið fer fram 15.-24. júlí og keppir Hilmar á fyrsta mótsdegi.

Hilmar Örn fór á HM í London árið 2017 og kastaði þar 71,12 metra. HM á þessu ári er haldið í Eugene, Oregon í Bandaríkjunum. Hilmar æfir hjá sænska þjálfaranum Mattias Jons og er búin að eiga flott tímabil. Hilmar á 35. besta árangurinn í heiminum í ár og lengsta kast hans er 75,52 á þessu ári. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert