Aldrei fleiri mörk skoruð í 16-liða úrslitunum

Vinicíus Júnior, Lucas Paquetá og Neymar fagna einu af fjórum …
Vinicíus Júnior, Lucas Paquetá og Neymar fagna einu af fjórum mörkum Brasilíu gegn Suður-Kóreu í gær. AFP/Manan Vatsyayana

Alls voru 28 mörk skoruðu í leikjunum átta sem fóru fram í 16-liða úrslitum HM karla í fótbolta í Katar.

Ekki hafa verið skoruð fleiri mörk á þessu stigi keppninnar síðan 16-liða úrslitunum var komið á fót með núverandi hætti á HM 1986 í Mexíkó.

Af þessum 28 mörkum eru mörk í vítaspyrnukeppni ekki talin með en mörk í framlengingu, sem voru þó engin að þessu sinni, hefðu verið talin með.

Flest mörk í einum leik komu í kvöld þegar Portúgal vann 6:1-stórsigur á Sviss.

Einnig komu fæst mörk í einum leik, ekkert, í markalausu jafntefli Marokkó og Spánar, í kvöld. Marokkó hafði svo betur 3:0 í vítaspyrnukeppni.

Úrslitin í 16-liða úrslitunum:

Holland - Bandaríkin 3:1

Argentína - Ástralía 2:1

Frakkland - Pólland 3:1

England - Senegal 3:0

Japan - Króatía (1:1) 2:4 vsp.

Brasilía - Suður-Kórea 4:1

Marokkó - Spánn (0:0) 3:0 vsp.

Portúgal - Sviss 6:1

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert