Víkingar sigursælir á borðtennismóti

Nevena Tasic sigraði í meistaraflokki kvenna í gær.
Nevena Tasic sigraði í meistaraflokki kvenna í gær. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Í gær fór fram Pepsi-mótið í borðtennis fram í TBR-íþróttahúsinu þar sem Nevena Tasic úr Víkingi Reykjavík og Norbert Bedö úr KR stóðu uppi sem meistarar í meistaraflokkum kvenna og karla.

Keppendur Víkings voru afar sigursælir á mótinu og sigruðu í fjórum flokkum. KR sigraði í tveimur flokkum og BR sigraði í einum flokki, sem er jafnframt fyrsti sigur hinnar nýstofnuðu deildar á Suðurnesjum.

Allir sigurvegarar á mótinu:

Í meistaraflokki kvenna sigraði Nevena Tasic úr Víkingi,

í meistaraflokki karla sigraði Norbert Bedö úr KR,

í 1. flokki kvenna sigraði Stella Kristjánsdóttir úr Víkingi,

í 1. flokki karla sigraði Dominik Rejs úr Víkingi,

í 2. flokki kvenna sigraði Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir úr KR,

í 2. flokki karla sigraði Piotr Herman úr BR,

í eldri flokki karla sigraði Sighvatur Karlsson úr Víkingi.

Mótið var fjölmennt þar sem keppendur komu frá félögunum Víkingi, KR, HK, BH og BR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert