Tveir handteknir eftir slagsmál

Kópavogur.
Kópavogur. mbl.is

Tilkynnt var um slagsmál í miðbæ Kópavogs. Tveir einstaklingar voru handteknir á vettvangi og eru þeir báðir vistaðir í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.

Einnig var tilkynnt um innbrot í tvö fyrirtæki, annars vegar í Grafarvogi og hins vegar í hverfi 108 í Reykjavík.

Lögreglunni barst tilkynningu um þjófnað úr verslun í Kringlunni. Sá grunaði reyndist vera undir 18 ára og var málið því unnið með foreldrum og barnaverndaryfirvöldum.

Eldur á biðstöð strætó

Tilkynnt var um eld í ruslatunnu á biðstöð strætó í hverfi 108 í Reykjavík. Slökkvilið sá um að slökkva í ruslinu, að því er segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um verkefni frá klukkan 17 í gær til klukkan 5 í morgun.

Fjórir ökumenn voru stöðvaðir í umferðinni grunaður um akstur áhrifum fíkniefna eða áfengis.

Þá var tilkynnt um rúðubrot á heimili í Breiðholtinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert