Wagner-liðar yfirgefi borgina 1. júní

Skjáskot úr myndskeiði þar sem Wagner-liðar segjast hafa sölsað undir …
Skjáskot úr myndskeiði þar sem Wagner-liðar segjast hafa sölsað undir sig Bakhmút. AFP

Jev­gení Prigó­sjín, yf­ir­maður Wagner-liða rúss­neska hers­ins, greindi frá því í dag að allir Wagner-liðar munu yfirgefa úkraínsku borgina Bakhmút 1. júní. 

Wagner-liðar tilkynntu á laugardag að þeim hefði tek­ist að sölsa und­ir sig borg­ina. Á sunnudag sagði Volodimír Selenskí Úkraínu­for­seti það ekki vera rétt.

Prigó­sjín greindi frá því á Telegram að málaliðar hefðu sett upp „varnarlínur“ á vestanverðum borgarmörkum Bakhmút. 

Þá sagði hann að málaliðar myndu byrja að yfirgefa borgina 25. maí og yrðu allir farnir 1. júní er rússneski herinn myndi taka yfir borgina. 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert