Vilja að fólk komi hjólandi eða gangandi á Kópavogsslaginn

Andri Rafn Yeoman og Atli Arnarson mætast á Kópavogsvelli á …
Andri Rafn Yeoman og Atli Arnarson mætast á Kópavogsvelli á morgun. mbl.is/Arnþór Birkisson

Búist er við mikilli aðsókn á leik Breiðabliks og HK í lokaumferð úrvalsdeildar karla í fótbolta á Kópavogsvellinum á morgun, enda gríðarlega mikið í húfi fyrir bæði liðin, en það gæti reynst vandkvæðum bundið að ætla að mæta akandi á völlinn.

Á stuðningsmannasíðunni Blikar.is er bent á að bílastæðin við Smárann og Fífuna verði lokuð áhorfendum á morgun þar sem Smárinn er einn af kjörstöðunum í alþingiskosingunum

„Við hvetjum því fólk til þess að koma sér á völlinn með almenningssamgöngum, gangandi eða á hjóli," segir í tilkynningu á blikar.is.

Leikurinn á Kópavogsvelli hefst klukkan 14 eins og aðrir leikir í lokaumferð deildarinnar. Breiðablik á möguleika á Íslandsmeistaratitlinum og HK er í harðri fallbaráttu þannig að barist verður um afar dýrmæt stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert