Nýir neytendur komist á bragðið

Mikilar verðsveiflur hafa verið í markaðsverði á eldislaxi og má …
Mikilar verðsveiflur hafa verið í markaðsverði á eldislaxi og má búast við að það verði áfram tilfellið. mbl.is/Helgi Bjarnason

Verð á laxi hefur náð sér á strik undanfarnar vikur og hefur haldist nokkuð stöðugt þrátt fyrir að áhrifa kórónuveirufaraldursins gæti enn. Verðið er talsvert hærra en var á sama tíma á síðasta ári, en þá hafði orðið verðfall vegna veirunnar, og er vel yfir meðalverði síðasta áratugar. Þótt búast megi við lækkun í sumar, eins og oftast gerist vegna aukins framboðs og minni eftirspurnar, eru eldismenn bjartsýnir um þróun verðsins.

Ástæðan fyrir bjartsýni um þróunina er að minni lífmassi virðist vera í sjókvíum í Noregi og Chile en áætlað hefur verið. Þá hefur aukin spurn eftir laxi á undanförnum árum ekki haft við enn meiri aukningu í eftirspurn. Jafnframt er búist við að betra árferði verði í viðskiptalöndum en verið hefur, svo sem í Bretlandi, Bandaríkjunum, Kína og Evrópulöndum.

Eins og sjá má á meðfylgjandi línuriti var meðalverð á laxi um 43-45 norskar krónur á fyrstu vikum ársins en fór upp í tæpar 70 krónur í 13. viku og er nú í rúmum 60 krónum. 60 norskar krónur samsvara um 900 krónum íslenskum. Þá má sjá að verðið var mjög hátt í byrjun árs 2020 en lækkaði snarlega þegar kórónuveirufaraldurinn reið yfir. Þróunin í ár hefur verið þveröfug og í mars komst verðið yfir það sem var á sama tíma á síðasta ári. Verðið hefur í raun hækkað meira í evrum reiknað vegna þess að norska krónan hefur verið að hækka.

Ef litið er á framvirka verðið sem getur gefið vísbendingar um þróunina næsta árið má sjá að þróunin gæti orðið svipuð og oft hefur verið í venjulegu ári. Verðið lækkar í sumar og hækkar aftur fyrir jólin og nær svipaðri stöðu og nú á fyrstu tveimur fjórðungum næsta árs.

Viðbrögðin mögnuð

Guðmundur Gíslason, stjórnarformaður Fiskeldis Austfjarða, segir alltaf erfitt að spá fyrir um eftirspurn og verðþróun. Hann segir þó að aðlögun markaðarins við því þegar veitingastöðum var lokað í kórónuveirufaraldrinum og nærri helmingur markaðarins hvarf lofi góðu. Viðbrögðin hafi verið mögnuð. Aukin áhersla hafi verið á að framleiða vörur í neytendapakkningum fyrir stórmarkaði og þar hafi nýir neytendur að laxi komist á bragðið.

Telur Guðmundur að þegar kórónuveirufaraldurinn verður liðinn hjá megi búast við mikilli spurn eftir laxi.

Guðmundur Gíslason, stjórnarformaður Fiskeldis Austfjarða.
Guðmundur Gíslason, stjórnarformaður Fiskeldis Austfjarða. Mynd / Fiskeldi Austfjarða

Haldið áfram í Berufirði

Fiskeldi Austfjarða heldur sínu striki og setur geldan lax í sjókvíar í Berufirði í vor, þrátt fyrir að bakslag hafi komið í eldi á þrílitna laxi í Noregi.

Norway Royal Salmon (NRS) tilkynnti í gær að fyrirtækið hefði ákveðið að hætta eldi á þrílitna geldum laxi vegna velferðar laxa. Fyrirtækið fékk níu svokölluð græn eldisleyfi sem veitt eru með skilyrðum sem ætlað er að þróa fiskeldisiðnaðinn í áttina að sjálfbærni og breytti níu almennum leyfum til viðbótar í græn. Við eldið hefur verið staðfest að þrílitna laxinn virðist varnarlausari fyrir bakteríu- og veirusjúkdómum en ógeltur lax. Norska matvælastofnunin hefur ákveðið að banna nýtt eldi á þrílitna laxi frá næsta vori og að framleiðslu skuli hætt fyrir lok árs 2023.

Guðmundur segir eldi á þrílitna laxi aldrei hafa verið prófað á Íslandi. Miðað við þær forsendur sem fyrir liggi, m.a. um kaldari sjó og minni hitasveiflur á Austfjörðum en í Norður-Noregi og minna umhverfisáreiti, ætti það að ganga vel.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.5.24 423,03 kr/kg
Þorskur, slægður 7.5.24 603,92 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.5.24 266,73 kr/kg
Ýsa, slægð 7.5.24 130,39 kr/kg
Ufsi, óslægður 7.5.24 143,89 kr/kg
Ufsi, slægður 7.5.24 142,88 kr/kg
Djúpkarfi 2.5.24 264,00 kr/kg
Gullkarfi 7.5.24 270,31 kr/kg
Litli karfi 6.5.24 5,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

7.5.24 Ari Óskar ÍS 127 Handfæri
Þorskur 775 kg
Samtals 775 kg
7.5.24 Dadda HF 43 Handfæri
Þorskur 756 kg
Samtals 756 kg
7.5.24 Día HF 14 Handfæri
Þorskur 669 kg
Ufsi 367 kg
Samtals 1.036 kg
7.5.24 Máni SH 194 Handfæri
Þorskur 749 kg
Samtals 749 kg
7.5.24 Hafdís ÍS 35 Handfæri
Þorskur 768 kg
Ufsi 31 kg
Samtals 799 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.5.24 423,03 kr/kg
Þorskur, slægður 7.5.24 603,92 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.5.24 266,73 kr/kg
Ýsa, slægð 7.5.24 130,39 kr/kg
Ufsi, óslægður 7.5.24 143,89 kr/kg
Ufsi, slægður 7.5.24 142,88 kr/kg
Djúpkarfi 2.5.24 264,00 kr/kg
Gullkarfi 7.5.24 270,31 kr/kg
Litli karfi 6.5.24 5,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

7.5.24 Ari Óskar ÍS 127 Handfæri
Þorskur 775 kg
Samtals 775 kg
7.5.24 Dadda HF 43 Handfæri
Þorskur 756 kg
Samtals 756 kg
7.5.24 Día HF 14 Handfæri
Þorskur 669 kg
Ufsi 367 kg
Samtals 1.036 kg
7.5.24 Máni SH 194 Handfæri
Þorskur 749 kg
Samtals 749 kg
7.5.24 Hafdís ÍS 35 Handfæri
Þorskur 768 kg
Ufsi 31 kg
Samtals 799 kg

Skoða allar landanir »