Flókið og viðhaldsfrekt vopnakerfi

F-16 orrustuþota á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli í tengslum við æfinguna …
F-16 orrustuþota á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli í tengslum við æfinguna Norður-Víking. mbl.is/ÞÖK

Mikil umræða á sér nú stað innan varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna (e. Pentagon) um að senda orrustuþotur af gerðinni F-16 til Úkraínu. Gætu vélarnar nýst vel til að granda rússneskum loftförum, einkum drónum, stýriflaugum og eldflaugum, auk þess sem beita mætti vélunum gegn bæði orrustuþotum og -þyrlum.

Rót þessarar umræðu vestanhafs er ósk Úkraínumanna um aukna hernaðaraðstoð, en þeir hafa sett þoturnar efst á óskalista sinn eftir að ákveðið var að senda Kænugarði vestræna orrustuskriðdreka. Verða fyrstu drekar afhentir fyrir lok mars nk.

Er það vefsíðan Politico sem greinir frá þessu og vísar til nokkurra heimildarmanna innan Pentagon.

Eðli átakanna hefur breyst

Vestrænar orrustuþotur, einkum F-16, hafa verið ofarlega á lista Úkraínumanna frá því að innrás Rússa hófst fyrir tæpu ári. Í upphafi átaka var þó megináhersla lögð á að verjast innrás. Skipti þá mestu að tryggja afhendingu á vopnakerfum á borð við bryndrekabana, stórskotalið og loftvarna- og eldflaugakerfi auk þess sem brynvarin ökutæki voru einnig send til Úkraínu í miklu magni.

Nú hefur eðli átaka hins vegar breyst, Úkraínumenn farnir að sækja fram í þeim tilgangi að endurheimta landsvæði úr klóm innrásarliðsins. Og til þess þurfa þeir sóknarvopn á borð við orrustuskriðdreka og jafnvel orrustuþotur. Moskvuvaldið hefur ítrekað varað við hugsanlegum þotusendingum, sagt það alvarlega stigmögnun átaka og afleiðingar í raun ófyrirséðar.

Hér ber að hafa í huga að Moskvuvaldið hefur frá upphafi hernaðaraðstoðar Vesturlanda hótað stigmögnun, rétt eins og það gerði á tímum kalda stríðsins þegar óspart var bent á kjarnavopnin. Hótanir Rússa eru því vel þekktar í gegnum söguna.

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert